Wednesday, July 27, 2011

{ BOHO CHICK IN NYC }

The British Kate Foley works for Opening Ceremony in New York and is renting this cool NYC flat with her boyfriend. Her apartment style is so homely and the blue wall is gorgeous. I love places that reflects the persons that live there, that must be the case here. 

------

Persónulegur stíll einkennir þessa skemmtilegu New York íbúð þar sem  Kate Foley býr ásamt kærasta sínum. Hún er bresk og vinnur örugglega draumastarf margra hjá Opening Ceremony, hún er með fölbleika lokka og kemur sér sífellt á óvart með fataval sitt. Íbúðin er dásamlega heimilisleg og skemmtileg og blái veggurinn er yndislegur. Eiginlega er þetta hinn fullkomni blái litur. 

UMA

That blue colour is to die for :) 
Love that lamp in the corner





Pics: Refinery29

{ NATURE INSIDE OUT }


Big windows and light walls let the outside nature and natural light in to this cozy newly renovated holiday cottage in Denmark. I really love the wooden wall in the TV room, perfect combination with the natural stone flooring to give the house warmth. The 70´s is definitely back in, check out the window above the wood wall.

------

Þetta fallega sumarhús í Danmörku fékk nýlega yfirhalningu, stórir gluggar hleypa náttúrunni inn og í leiðinni náttúrulegri birtu sem hvítu veggirnir fagna. Sjöundi áratugur hússins fékk að njóta sín eins og td. má sjá á glugganum fyrir ofan viðarvegginn, sem tengir opið rými við svefnherbergið. Mig hefur lengi dreymt um svona viðarvegg í einhverju formi, hann er fullkominn með stílhreinu innbúi og hvítum veggjum og innréttingum,  toppurinn yfir i-ið í fallegri samsetnignu er svo  náttúrulegur steinn á gólfi.

UMA











Pics: Bolig Magazinet

Saturday, July 16, 2011

{ COOL WORK SPACE }


Office spaces are often difficult to decorate as there are so many things that you need to find place for.  I think that this cool idea has solved my problem as I´m in big need to finish my husbands workspace. Try to find some old vine boxes or go to Ikea for some wood possessions. It might be awesome to paint the boxes in different colours to give the room a fresh look. 

------

Mig klæjar í puttana að gera skrifstofu heimilisins þokkalega útlítandi, en sú vinna hefur staðið á sér þar sem hugmyndaflugið hefur ekki verið með mér. Auk þess þá er þetta ekki auðveldasta rýmið til að hanna, endalaust af fremur óspennandi hlutum þarf að koma fyrir, svo herbergið líti vel út. Ég held barasta að þessi hugmynd sé búin að laga mín vandamál. Næstu rigningardögum verður því eytt í leit að réttu boxunum, ferð í Ikea, internet hangs eða heimsókn til vínframleiðanda er því á döfinni. Fyrir litríkar persónur þá gæti verið sniðugt að mála boxin í mismunandi litum. 

UMA


Wednesday, July 13, 2011

{ HUHUUUMMM }

Well!! Time to type!
These beautiful lights are designed by Ray Power, made from wood veneer and steel, these are very much welcomed in my home, definitely to give it a fresh look and warmth in this cold Icelandic summer!


------


Þegar maður á (næstum því) í erfiðleikum með að muna lykilorðið sitt á blogginu þá er komin tími á að dusta rykið af því og hefjast handa. 


Hinn spænski Ray Power hannar þessi fallegu ljós úr krossviði. Ég elska allt sem gefur heimilinu hlýju um þessar mundir, kannski af því að ég er ennþá með ofnana á milljón enda ómögulegt að slökkva á þeim þó það sé hásumar. 


UMA






Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...